Ökumenn hvattir til að aka varlega um götur Akureyrar

Víða er þungfært á Akureyri þessa stundina. Mynd/Akureyri.is
Víða er þungfært á Akureyri þessa stundina. Mynd/Akureyri.is

Á Facebook síðu Akureyrarbæjar eru ökumenn hvattir til að aka varlega um götur bæjarins því nú hafa sums staðar myndast djúpar holur við brunna á akstursleiðum sem geta stórskaðað bifreiðar. Hitinn af brunnunum bræðir af sér snjóinn og myndast þannig djúpar holur sem erfitt getur verið að koma auga á.

Öllu skólahaldi var aflýst í dag á Akureyri og nærsveitum vegna veðurs. Þá var einnig felld niður kennsla í MA og VMA. Verið er að ryðja götur bæjarins. Flestar stofnbrautar eru greiðfærara en þungfært víða í íbúðarhverfum.

Nýjast