Ökumanni bjargað eftir að velt bíl sínum út í Eyjafjarðará

Vegfarandi bjargaði ökumanni sem velti bíl sínum út í Eyjafjarðará síðdegis í gær. Mikið vatn var í bílnum þegar að var komið og telja lögreglumenn að ökumanni hefði reynst mjög erfitt að komast út af sjálfsdáðum. Vegfarandinn hlúði að honum og tilkynnti slysið.  

Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann er nú á gjörgæsludeild. Samkvæmt upplýsingum læknis er líðan ökumannsins eftir atvikum góð og er hann nú úr í lífshættu. Það sem vekur einnig athygli er að annar ökumaður hafnaði úti í Eyjafjarðará á sama stað sólarhringi fyrr, hann slapp hins vegar ómeiddur. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Nýjast