Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann er nú á gjörgæsludeild. Samkvæmt upplýsingum læknis er líðan ökumannsins eftir atvikum góð og er hann nú úr í lífshættu. Það sem vekur einnig athygli er að annar ökumaður hafnaði úti í Eyjafjarðará á sama stað sólarhringi fyrr, hann slapp hins vegar ómeiddur. Þetta kemur fram á vef RÚV.