Ökumaður fluttur til aðhlynningar á slysadeild eftir bílveltu
Ökumaður malarflutningabíls var fluttur til aðhlynningar á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri eftir bíll hans valt á hliðina við útihús fyrir ofan bæinn Hesjuvelli ofan Akureyrar, fyrir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Akureyri var maðurinn að sturta malarhlassi í hliðarhalla þegar óhappið varð. Hann skarst á eyra og kvartaði um eymsli í baki en ekki fengust frekari upplýsingar um líðan mannsins nú fyrir stundu.
Lögregla og sjúkraflutningamenn frá slökkviliði Akureyrar komu á staðinn og náðu manninum út úr bílnum með því að skera gat á framrúðuna.