"Vinir Hlíðarfjalls" eru hópur fyrirtækja sem hafa stutt snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli síðan 2006 og eru leiðandi hvert á sínu sviði. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir að snjóframleiðslan hafi gjörbreytt öllum aðstæðum í fjallinu síðustu vetur og fjölgað þeim dögum sem hægt er að hafa opið svo um munar. Nú þegar hefur verið opið í Fjallinu í 61 dag frá 1. nóvember. Um næstu helgi verður opið frá kl. 10-16, segir á vef Akureyrarbæjar.