Tildrög atburðarins voru þau að læknirinn var að hjóla eftir Skógarlundinum þegar bíllinn ók framhjá og kallaði bílstjórinn eitthvað til hans. Bíllinn beygði síðan in Hjallalundinn og þar sem læknirinn hélt að þetta væri einhver sem hann þekkti og vildi við hann tala beygði hann á eftir bílnum. Þar áttu sér síðan stað einhver orðaskipti, en í ljós kom að mennirnir þekktust ekkert. Læknirinn hjólaði því aftur af stað í áleiðis í vinnuna. Í framhaldinu kemur þá bíllinn á eftir honum á mikilli ferð og ekur vísvitandi utan í hjólið með fyrrgreindum afleiðingum. Bílstjórnn ók síðan burt af vettvangi, en læknirinn gat lýst bínum og manninum og náði auk þess hluta bílnúmerisins. Að sögn lögreglu hófst þá leit að bílstjóranum og fannst hann um hádegi og var hann handtekinn og gisti hann fagnageymslur lögreglu þar til víman rann af honum. Hann hefur margoft komið við sögu lögreglu. Að sögn Gunnars Jóhannssonar hjá rannsóknardeild lögreglunnar er mikil mildi að ekki hafi farið verr.