Óhreinindi í heita vatninu á Akureyri
Þetta þýðir að nú er megnið af heita vatninu að koma frá vinnslusvæðum í Eyjafjarðarsveit. Við þessar aðstæður breytist því rennslisátt í götulögnum sem skapar hættu á því að fín efni sem alltaf eru til staðar í lagnakerfinu fara á stað og verður til þess að vatnið litast og virðist óhreint. Yfirleit hverfa þessi áhrif á stuttum tíma og eiga ekki að valda tjóni. Gæti ryksins í vatninu í lengri tíma þá eru viðskiptavinir beðnir að snúa sér til þjónustuvers Norðurorku hf. í síma 4601300 og láta vita, því sé um mikið magn að ræða getur verið nauðsynlegt að skola út götulagnir og heimæðar og hreinsa síur í inntökum, segir í tilkynningu. Viðhald og eftirlit með búnaði vinnslusvæðanna er mikilvægur og nauðsynlegt að unnið sé við þau verkefni á sumartíma þegar notkun er í lágmarki. Norðurorka hf. biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem viðskiptavinir kunna að hafa orðið fyrir vegna þessa.