Óháður aðili fari yfir það sem úrskeiðis fór hjá LA

Stjórn Akureyrarstofu hefur skipað Höllu Björk Reynisdóttur og Sóleyju Björk Stefánsdóttur fyrir sína hönd, með fulltrúum bæjarráðs, vegna frekari vinnu varðandi fjárhagsmál Leikfélags Akureyrar. Stjórnin leggur áherslu á að í vinnu hópsins verði farið vandlega yfir hvernig hallarekstur LA gat átt sér stað án þess að við yrði brugðist og hvar ábyrgðin liggur. Jafnframt að óháður aðili fari yfir það sem úrskeiðis fór.  

Á síðasta fundi stjórnar Akureyrarstofu var farið yfir stöðuna en eins og fram hefur komið samþykkti bæjarráð í síðustu viku að greiða Leikfélagi Akureyrar fyrirfram allt að kr. 30 milljónir af væntanlegum framlögum næsta árs.

Nýjast