Óeðlilegt að atvinnurekendur sitji í stjórnum lífeyrissjóða

Á aðalfundi sjómannadeildar Framsýnar - stéttarfélags í Þingeyjarsýlsum var samþykkt ályktun, þar sem fram kemur að aðalfundurinn telur óeðlilegt að atvinnurekendur sitji í stjórnum lífeyrissjóða.  

Fundurinn telur eðlilegt að lögum og reglum um starfsemi lífeyrissjóða verði breytt þannig að sjóðfélagar sem hafa hagsmuna að gæta skipi stjórnir lífeyrissjóða en ekki atvinnurekendur sem hafa annarra hagsmuna að gæta en að verja lífeyrissjóðsréttindi launafólks.

Nýjast