Óðinn leggur skóna á hilluna
Körfuknattleiksmaðurinn Óðinn Ásgeirsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og mun því ekki leika með Þór í vetur í 1. deildinni. Óðinn, sem er 32 ára, á að baki langan og farsælan feril og hefur leikið mikinn fjölda leikja með Þór í efstu og 1. deild.
Auk þess lék Óðinn eitt tímabil með KR í efstu deild tímabilið 2002-2003. Þá lék hann einnig eitt tímabil með Eagles í Noregi tímabilið 2003-2004. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs.