"Hann kaus að taka ekki það sæti og það er hans sjálfsagði réttur. Það er alltaf leitt að missa liðsmenn, en því
miður er það niðurstaða Sigurðar að þessu sinni og hans ákvörðun." Sigrún Björk segir að málanefnastaða
sjálfstæðismanna sé sterk, lagður hafi verið fram langur málefnasamningur með samstarfsflokknum í upphafi kjörtímabilsins og að
nær öll verkefni séu komin til framkvæmda.
"Málefnavinna flokksins hófst í nóvember sl. en þá voru kallaðir til vinnu yfir 100 bæjarbúar sem lögðu sitt af mörkum í
sarpinn fyrir komandi kosningar. Á því munum við byggja okkar vinnu ásamt áherslum frambjóðendanna sjálfra, þriggja ára
áætlun bæjarins og hinum fjölmörgu stefnum Akureyrarbæjar sem eru lagðar til grundvallar áherslum bæjarins hverju sinni. Við stefnum að
því að heyja öfluga og heiðarlega kosningabaráttu og væntum hins sama af hinum framboðunum," segir Sigrún Björk.