Oddur Grétarsson, leikmaður Akureyri Handboltafélags, skoraði tvö mörk í sigri Íslands á Noregi í gær, 43-37, á Heimsmeistaramóti U-19 ára landsliða karla í handbolta sem fram fer í Túnis.
Með sigrinum komst Ísland í undanúrslit keppninnar og mæta sigurvegurum í leik Spánar og Túnisar. Undanúrslitin fara fram á morgun.