Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyri Handboltafélags, skoraði sjö mörk í sigri Íslands á Túnis í undanúrslitum Heimsmeistarkeppni U- 19 ára landsliða karla í handbolta sem haldin er í Túnis.
Lokatölur leiksins urðu 33-31 fyrir Ísland eftir að staðan í hálfleik var 15-14 Túnis í vil. Um 7000 þúsund áhorfendur voru á leiknum sem flestir voru á bandi heimamanna og var mikill hiti í Höllinni.
Ísland mætir Króötum á föstudaginn í úrslitaleiknum en hann hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma.