Akureyringurinn Oddur Gretarsson var markahæstur í liði Íslands sem tapaði í kvöld gegn Argentínu, 25-23, á heimsmeistaramóti U21 árs landsliða karla í handbolta sem fram fer í Egyptalandi.
Ísland hefur leikið fjóra leiki á mótinu, tapað þremur og unnið einn leik og komast þar af leiðandi ekki áfram í milliriðil en þrjár efstu þjóðirnar í hverjum riðli komast í milliriðilinn.