Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik, hefur kallað vinstri hornamanninn Odd Gretarsson, leikmann Akureyrar, inn í leikmannahóp Íslands fyrir leikinn gegn Slóveníu í dag í Evrópumótinu í Serbíu. Guðjón Valur Sigurðsson, vinstri hornamaður, hefur spilað hverju einustu mínútu mótsins og fær hugsanlega hvíld í kvöld.
Leikur Íslendinga og Slóvena hefst kl. 17.10. Ísland þarf á jafntefli að halda til að tryggja sér farseðilinn í milliriðla keppninnar og færi þá með tvö stig inn í þann riðil. Tapi Íslend hins vegar með þremur mörkum eða meira eru þeir úr keppni og Slóvenar fara í milliriðilinn ásamt Norðmönnum og Króötum.