Oddur á HM U-21 árs landsliða

Oddur Grétarsson hefur verið valinn í U-21 árs landsliðshóp Íslands sem heldur til Egyptalands til þátttöku í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í handbolta karla í byrjun ágúst.

Ísland leikur í riðli með Argentínu, Egyptalandi, Katar, Kuwait og Þýskalandi og byrja mótið með leik á móti heimamönnum Egyptum þann 5. ágúst.

Oddur, sem er leikmaður Akureyri Handboltafélags, stendur í ströngu þessa dagana með U-18 ára handboltalandsliðinu á HM í Túnis. Það er því þétt dagskrá framundan hjá þessum efnilega handboltamanni.

Nýjast