Þetta kemur fram í bókun frá síðasta fundi umhverfisnefndar. Þar var tekið fyrir erindi frá Hverfisráði Hríseyjar, ásamt undirskriftarlista íbúa sem mótmæla lokun á jarðgerðarstöðinni Jóru í Hrísey. Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson, kynnti erindið frá hverfisráðinu og fór yfir þær breytingar á meðferð lífræns úrgangs í Hrísey sem fyrirhugaðar eru og áætlaðan kostnað vegna þessara breytinga.