Óánægja með að hætta eigi moltuframleiðslu í Hrísey

Umhverfisnefnd Akureyrarbæjar lýsir yfir mikilli óánægju með að ákveðið hafi verið að hætta moltuframleiðslu í Hrísey. Þessi ákvörðun var tekin án samráðs við Hríseyinga og án þess að umhverfisnefnd væri upplýst um málið eða fengið nokkuð um ákvörðunina að segja, þrátt fyrir að fara með stefnumótun úrgangsmála í sveitarfélaginu.  

Þetta kemur fram í bókun frá síðasta fundi umhverfisnefndar. Þar var tekið fyrir erindi frá Hverfisráði Hríseyjar, ásamt undirskriftarlista íbúa sem mótmæla lokun á jarðgerðarstöðinni Jóru í Hrísey. Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson, kynnti erindið frá hverfisráðinu og fór yfir þær breytingar á meðferð lífræns úrgangs í Hrísey sem fyrirhugaðar eru og áætlaðan kostnað vegna þessara breytinga.

Nýjast