Nýtt vikurit á Akureyri

Nýtt vikurit kemur út á Akureyri á morgun. Blaðið nefnist einfaldlega Akureyri og gefur Fótspor ehf það út. Ritstjóri er Björn Þorláksson blaðamaður og rithöfundur. Meðal efnis í fyrsta blaðinu er úttekt á störfum L-listans sem hefur hreinan meirihluta í bæjarstjórn á Akureyri. Einnig má nefna viðtal við ofvirkan kraftaverkamann sem tókst í sjálfboðavinnu að koma upp 100 milljóna króna safni í miðri kreppunni.  

Þá verður norðlensk veitingahúsarýni og pistill frá fyrrverandi aðkomumanni á Akureyri, hæstvirtri Rögnu Árnadóttur, svo fátt sé nefnt. Blaðið er gefið út í 8000 eintökum og er dreift á fimmtudagsmorgnum inn á öll heimili á Akureyri, bæjarbúum að kostnaðarlausu, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast