Nýtt Vikublað er komið út

Vikublaðið er komið út og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar. Athygli er vakin á því að Vikublaðið kemur ekki út í næstu viku.

Forsíða 29

Meðal efnis:

  • Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings liggur tillaga að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis á Húsavík. Breytingartillagan felur m.a. í sér að Hafnarstétt 1 og 3 verði tengd með viðbyggingu.Fyrirhuguð tengibygging mun loka á umferðarleið milli húsanna sem skilgreind er í gildandi deiliskipulagi, en í stað þeirrar leiðar er gert ráð fyrir kvöð um nýja umferðarleið milli Hafnarstéttar 3 og Hafnarstéttar 5. Björgunarsveitarfólk í Garðari finnst þrengt að húsnæði Björgunarsvietarinnar.
  • Framkvæmdir við Lundarskóla á áætlun. Framkvæmdir við B álmu og inngarð eru hafnar og  áætlað að  framkvæmdum við  þann áfanga og nýjan inngarð milli álmanna ljúki næsta sumar, árið 2022 .   Nemendur í 7. - 10. bekk munu í vetur áfram sækja skóla í húsnæði gamla Brekkuskólans, Rósenborg líkt og var í fyrravetur.
  • Miðopnuviðtal: „Það eru jól hjá mér alla daga,“ segir Benedikt Ingi Blomsterberg Grétarsson sem ásamt konu sinni Ragnheiði Hreiðarsdóttur og Margréti Veru dóttur þeirra rekur Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit. Þar hafa þau staðið fyrir samfelldu jólahaldi í aldarfjórðung, en starfsemin hófst síðasta dag maímánaðar árið 1996
  • Heilsíðuviðtal: Veðurblíðan hefur leikið við Norðlendinga samfellt í einn mánuð og hefur ferðaþjónustan blómstrað í sumar. Sjóböðin á Húsavík er engin undantekning en þar hefur verið stöðug umferð frá því um miðjan júní. Vikublaðið ræddi við Ármann Örn Gunnlaugsson framkvæmdastjóra Sjóbaðanna á Húsavík en hann tók til starfa í vor. Ármann segir að það sé búið að vera talsvert af erlendu ferðafólki það sem af er sumri, mun meira en sumarið í fyrra.
  • Huld Hafliðadóttir skrifar bakþanka vikunnar og Finnur Yngvi Kristinsson heldur um Áskorandapennann.
  • Sinfóníuhljómsveit Norðurlands (SN) hefur undanfarin ár róið á mið kvikmyndatónlistar og að sögn Þorvaldar Bjarna Þorvaldsson, tónlistarstjóra Menningarfélags Akureyrar hafa aflabrögð verið með eindæmum góð.

Þetta og margt fleira í Vikublaði dagsins.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi

 


Athugasemdir

Nýjast