Nýtt og léttara yfirbragð á vef Vikudags og auknir möguleikar

Afslappaður ungur drengur skoðar tréstyttu í Kjarnaskógi. Skoðið myndina stærri.
Afslappaður ungur drengur skoðar tréstyttu í Kjarnaskógi. Skoðið myndina stærri.

Vefur Vikudags hefur fengið nýtt og léttara yfirbragð, eins og lesendur hafa væntanlega tekið eftir. Með þessari breytingu aukast möguleikarnir til muna. Nú er t.d. hægt að sjá myndir með fréttum í mun stærri upplausn en áður. Það er gert með því að smella á, lesa meira, við frétt og svo á myndina. Einnig er hægt að vera með fleiri myndir með hverri frétt sem þá koma upp með sama hætti.

Einnig er hægt að birta myndbönd með fréttum og þá verður innan tíðar hægt að kaupa netáskrift af Vikudegi, þar sem áskrifendur geta þá lesið blaðið í pdf skjali á tölvuskjánum. Það verður kynnt nánar síðar. Það er von starfsmanna Vikudags að þessi breyting á vefnum sé til batnaðar og að lesendur finni fyrir þægilegri og betri upplifun. Látið endilega í ykkur heyra.

Nýjast