Nýtt húsnæði FEB sýnt í blíðunni á Húsavík

Guðný Hólmgeirs, Jóna Dagmar og amma hennar, Begga Bjarna og Þóra Rósmundsdóttir voru sælar með húsn…
Guðný Hólmgeirs, Jóna Dagmar og amma hennar, Begga Bjarna og Þóra Rósmundsdóttir voru sælar með húsnæðið. Það skal þó tekið fram að Jóna Dagmar er ekki gengin í Félag eldri borgara þó vissulega sé hún gömul sál og hlý.

Félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni opnaði í dag dyrnar að nýju húsnæði félagsins að Garðarsbraut 44, neðri hæð og kjallara og sýndi það félagsmönnum og gestum. Húsgagnaverslunin- og verkstæðið Hlynur sf. og síðar Ómur sf. var þarna áður til húsa.

Anna Sigrún

Fjölmenni var að skoða nýja húsnæðið þegar dagskrain.is leit inn og ekki var annað að heyra en að fólki litist vel á og væri spennt fyrir því að flytja inn.  Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er talsvert verk fyrir höndum að koma húsnæðinu í gott stand. Anna Sigrún Mikaelsdóttir formaður félagsins sagðist vonast til að hluti hússins stæði klárt til innflutnings fyrir áramót.

Fjölmenni var að skoða

Eins og dagskrain.is hefur áður sagt frá er kaupverð nýja húsnæðisins  32 milljónir króna, til að fjármagna kaupin  tók félagið 27 milljón kr. bankalán  og brúaði bilið, með frjálsum framlögum félagsmanna  og velunnara félagsins. Söfnunin hefur gengið afar vel að sögn Önnu Sigrúnar, en þó vantar herslumuninn uppá til að brúa þetta 5 milljóna króna bil. /epe

Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta lagt inn á eftirfarandi reikning í Íslandsbanka: 0567-26-6212

Kennitala félagsins er: 621298-5349  

Nýjast