Eins og fjallað hefur verið um mun Krónan opna verslun á Akureyri árið 2022 en verslunarrisinn hefur lengi stefnt að því að opna verslun í bænum. Þá er einnig gert ráð fyrir hringtorgi á Tryggvabraut samhliða byggingu á Krónuverslun.
Pétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri skipulagssvið Akureyrarbæjar, segir hringtorgið vera mikilvægan hluta af uppbyggingu svæðisins. „Umferðin á þessum gatnamótum er erfið í dag og yrði enn erfiðari með tilkomu nýrra verslunar ef ekki yrði farið í breytingar á götunni,“ segir Pétur.