Nýtt gervigras í Boganum í byrjun október

Boginn á Akureyri. Mynd/Heimasíða Þórs.
Boginn á Akureyri. Mynd/Heimasíða Þórs.

Framkvæmdir við nýtt gervigras í Boganum á Akureyri eru hafnar og eru verklok áætluð þann 5. október. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttafélagsins Þórs. Í lok síðasta árs var tekin ákvörðun um að setja nýtt gervigras á Bogann en núverandi gras er frá því að húsið var tekið í notkun í ársbyrjun 2003 og því komið til ára sinna.

Eins og Vikudagur hefur áður fjallað um hafa mörg sveitarfélög gripið til þess ráðs að fjarlægja dekkjarkurl úr sparkvöllum og gervigrasvöllum innanhúss þar sem grunur leikur á að kurlið sé krabbameinsvaldandi. Ekki stendur þó til að fjarlægja dekkjarkurl af sparkvöllum á Akureyri á þessu ári. Áætlaðar eru 100 milljónir í framkvæmdina í Boganum og verður hann lokaður á meðan framkvæmdum stendur.

Nýjast