Þórunn Halldórsdóttir og Árni Steinsson hafa stofnað nýtt fyrirtæki í heimaþjónustu á Akureyri sem nefnist Umhyggja. Þórunn segir aðdragandann að stofnun fyrirtækisins hafa verið þó nokkurn og megi meðal annars rekja til aðkomu eiganda fyrirtækisins að þjónustu við aldraða. Hér sé átt við þjónustu sem nær til einstaklinga sem vilja vera lengur heima, hvort heldur sem er vegna öldrunar eða annarra ástæðu, sjúkdóma eða fötlunar. Rætt er við Þórunnu í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.