Nýtt áfangaheimili opnar á Akureyri

Áfangaheimilið er tímabundið húsnæði fyrir fólk sem hefur átt við áfengis- og annan vímuefnavanda að…
Áfangaheimilið er tímabundið húsnæði fyrir fólk sem hefur átt við áfengis- og annan vímuefnavanda að stríða.

Nýtt áfangaheimili var tekið í notkun á Akureyri í vikunni í samstarfi við SÁÁ. Áfangaheimilið er tímabundið húsnæði fyrir fólk sem hefur átt við áfengis- og annan vímuefnavanda að stríða og er í virkri endurhæfingu eftir meðferð.

Áfangaheimilið, sem fengið hefur nafnið Benedikta, getur hýst 12 manns og tekur við skjólstæðingum frá öllum landshornum. Íbúarnir fá aðstoð við að koma sér út í samfélagið á nýjan leik og er markmiðið er að búa fólki öruggt umhverfi og aðstoða það við að fóta sig í samfélaginu að nýju.


Athugasemdir

Nýjast