Nýtingin hjá Félagsstofnun stúdenta við HA nánast 100%
Veturinn lítur vel út, nýtingin er um 100%, segir Jónas Steingrímsson framkvæmdastjóri Félagsstofunar stúdenta við Háskólann á Akureyri. Alls hefur stofnunin yfir að ráða 159 einingum og eru þær að lang stærstum hluta nýttar af stúdentum við Háskólann á Akureyri. Jónas segir að nýtingin verði vart betri en hún nú er, en stúdentar hafi á ný tekið nánast allt rými sem til umráða er á leigu, en eitthvað sé þó um að aðrir leigi húsnæði af stofnuninni.
Jónas segir að ekki sé í bráð þörf á að bæta við íbúðum hjá Félagsstofun stúdenta við Háskólann á Akureyri, en félagið er með íbúðir við Skarðshlíð, Tröllagil, Drekagil, Klettastíg og við Kjalarsíðu. Fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1989, en þær nýjustu árið 2008. Það er ekki mikil þörf á fleiri íbúðum strax, til þess þyrfti skólinn að stækka töluvert, segir Jónas.