Nýtingarhlutfallið um 72%

Akureyrarbær hefur sent börnum á aldrinum 6-11 ára tómstundaávísanir frá árinu 2007. Ávísanirnar jafngilda 10 þús. kr. sem hægt er að nýta til niðurgreiðslu á íþrótta- og tómstundastarfi. Kristinn H. Svanbergsson íþróttafulltrúi kynnti tómstundaávísanir barna á síðasta fundi almannaheillanefndar og kom fram hjá honum að nýtingarhlutfall hafi verið að meðaltali 72% frá árinu 2007.

Árið 2010 voru sendar út 1.638 ávísanir og alls voru 1.132 nýttar og var nýtingarhlutfallið því um 69%.

Nýjast