Nýr sjúkrabíll til Þórshafnar

Björgvin Árnason, Þórarinn J. Þórisson og Þorsteinn Æ. Egilsson ásamt Guðrúnu H. Bjarnadóttur ljósmó…
Björgvin Árnason, Þórarinn J. Þórisson og Þorsteinn Æ. Egilsson ásamt Guðrúnu H. Bjarnadóttur ljósmóður, við nýja sjúkrabílinn. Mynd: HSN

Sjúkrabifreiðin á Þórshöfn sem er af gerðinni Ford Econoline var komin til ára sinna, árgerð 1998. Það var því kærkomið þegar Björgvin Árnason sjúkraflutningamaður á Húsavík kom með nýjan sjúkrabíl til Þórshafnar í gær og afhenti hann formlega.

Sá bíll er af tegundinni Benz sprinter, árgerð 2009 og var áður í notkun á Húsavík. Vinnuaðstaða og öryggi sjúkraflutningafólks batnaði til muna með þessum bíl, t.d. er nú setið í akstursstefnu í sjúkraflutningarýminu og belti í sætum, sem ekki var til staðar í þeim eldri. Aðgengi að lyfjum og sjúkrabúnaði er einnig mun betri.

Sjúkraflutningamennirnir Þórarinn J. Þórisson og Þorsteinn Æ. Egilsson ásamt Guðrúnu H. Bjarnadóttur ljósmóður, tóku vel á móti Björgvini og nýja bílnum. /epe.

 

 

Nýjast