Nýr sjúkrabíll til Þórshafnar

Sjúkrabifreiðin á Þórshöfn sem er af gerðinni Ford Econoline var komin til ára sinna, árgerð 1998. Það var því kærkomið þegar Björgvin Árnason sjúkraflutningamaður á Húsavík kom með nýjan sjúkrabíl til Þórshafnar í gær og afhenti hann formlega.
Sá bíll er af tegundinni Benz sprinter, árgerð 2009 og var áður í notkun á Húsavík. Vinnuaðstaða og öryggi sjúkraflutningafólks batnaði til muna með þessum bíl, t.d. er nú setið í akstursstefnu í sjúkraflutningarýminu og belti í sætum, sem ekki var til staðar í þeim eldri. Aðgengi að lyfjum og sjúkrabúnaði er einnig mun betri.
Sjúkraflutningamennirnir Þórarinn J. Þórisson og Þorsteinn Æ. Egilsson ásamt Guðrúnu H. Bjarnadóttur ljósmóður, tóku vel á móti Björgvini og nýja bílnum. /epe.