Nýr og öflugur dráttarbátur væntanlegur vorið 2018
Átta tilboð bárust í nýjan dráttarbát sem Hafnasamlag Norðurlands fyrirhugar að kaupa en tilboðin voru opnuð fyrir viku. Lægsta tilboðið átti Astilleros Armon frá Spáni eða 3.804.600 evrur, sem eru um 460 milljónir króna. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri, segir að nokkrar vikur fara í að yfirfara öll tilboðin og meta þau með tilliti til kröfulýsingar og hæfni bjóðenda. Áætlað er að niðurstaða liggi fyrir um eða eftir áramót og er báturinn væntanlegur á vordögum 2018.
Báturinn er ríkisstyrktur og í fjárlögum fyrir árið 2016 liggur fyrir samþykki fyrir fyrstu greiðsluna af þremur. Ríkið mun greiða um 60% en Hafnasamlagið 40%