Nýr meirihluti myndaður á Akureyri

Sveitarstjórnarfulltrúar nýja meirihlutans á Akureyri. Frá vinstri: Hlynur Jóhannsson (M), Halla Bjö…
Sveitarstjórnarfulltrúar nýja meirihlutans á Akureyri. Frá vinstri: Hlynur Jóhannsson (M), Halla Björk Reynisdóttir (L), Lára Halldóra Eiríksdóttir (D), Gunnar Líndal Sigurðsson (L), Elma Eysteinsdóttir (L) og Heimir Örn Árnason (D). Mynd/aðsend

Fulltrúar L-listans (Bæjarlistans), Sjálfstæðisflokks og Miðflokks hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta í bæjarstjórn á Akureyri.  

„Við tekur áframhaldandi vinna við málefnasamning sem stefnt er á að kynna 1. júni næstkomandi,“ segir Halla Björk Reynisdóttir í tilkynningu til fjölmiðla.

Nokkar sviptinga

Nokkrar sviptingar hafa orðið í meirihlutaviðræðum á Akureyri en fyrst settust oddvita Bæjarlistans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að samningaboðinu að loknum kosningum.

Bæjarlistinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna og varð stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur náðu svo tveimur fulltrúum inn og gátu þannig mynda meirihluta með sjö fulltrúum af 11.

Viðræðum flokkanna þriggja var slitið 17. Maí sl. og var haft eftir Heimi Erni Árnasyni oddvita Sjálfstæðisflokksins að kröfur L-listans hafi verið allt of miklar og ekki á jafnréttisgrundvelli.

Ekki spennt fyrir BDSM

Þá hófust viðræður á milli B-lista, D-lista, S-lista og M-lista um myndun meirihluta. Samanlagt eru flokkarnir með 6 fulltrúa í bæjarstjórn.

Í gær sendi Samfylking frá sér tilkynningu um að flokkurinn hafi slitið viðræðunum. Ástæðan var sögð mikill málefnalegur ágreiningur í fjölmörgum málum s.s. velferðarmálum, umhverfis- og loftslagsmálum og skipulagsmálum.

Nú hafa fulltrúar L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks  komist að samkomulagi um að mynda meirihluta í bæjarstjórn á Akureyri eftir stuttar viðræður.

 


Athugasemdir

Nýjast