Nýr kirkjugarður mun rísa í Naustaborgum

Plássið í Naustahöfða verður orðið fullt eftir 20 ár og framtíðarsvæði kirkjugarðsins er í Naustabor…
Plássið í Naustahöfða verður orðið fullt eftir 20 ár og framtíðarsvæði kirkjugarðsins er í Naustaborgum. Mynd/Þröstur Ernir

Í nýju aðalskipulagi Akureyrararbæjar er gert ráð fyrir nýjum kirkjugarði í Naustaborgum. Þar eiga að vera fjögur aðskild greftrunarsvæði en klappsvæði milli þeirra tengjast opnum svæðum í nágrenninu og geta nýst til útivistar. Eins og Vikudagur greindi frá í haust höfðu Kirkjugarðar Akureyrar óskað eftir því við bæjaryfirvöld að útbúa nýjan kirkjugarð í Naustaborgum og að þar verði framtíðarsvæði garðsins. Plássið á Naustahöfðanum minnkar hratt og verður orðið fullt eftir um 20 ár.

Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri KGA, segist lengi hafa bent á Naustaborgir sem vænlegasta kostinn fyrir framtíðarland undir kirkjugarðinn. „Þetta er ánægjulegt en eftir 16-17 ára þref eru skrefin allavega í rétta átt,“ segir Smári. Gert er ráð fyrir að það taki um 10 ár að gera nýjan kirkjugarð.

Nýjast