Nýr ísfisktogari Samherja fær nafn í dag

Björgúlfur kemur til heimahafnar á Dalvík. Mynd/skjáskot
Björgúlfur kemur til heimahafnar á Dalvík. Mynd/skjáskot

Nýr ísfisktogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík 1. júní sl. Hinu nýja skipi verður formlega gefið nafn við hátíðlega athöfn í dag, á Fiskisúpudaginn.

Skipið sem mun hljóta nafnið Björgúlfur og verður þannig  sá þriðji í röðinni en fjörutíu ár eru síðan nýsmíðaður Björgúlfur eldri, sem er nú leystur af hólmi með nýja skipinu, lagðist að bryggju í heimahöfninni Dalvík.

Björgúlfur EA var smíðaður í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi, er 62 metra langur og 13,5 metra breiður. Skipstjóri er Kristján Salmannsson, afleysingaskipstjóri er Markús Jóhannesson og yfirvélstjóri er Halldór Gunnarsson.

„Athöfnin hefst kl. 16.00 við Norðurgarðinn á Fiskidagssvæðinu á Dalvík.

Dalvíkingar og aðrir landsmenn eru hjartanlega velkomnir,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar skipið kom til heimahafnar á Dalvík.

 

Nýjast