29. júlí, 2009 - 10:09
Fréttir
Golfklúbbur Akureyrar, hefur í samkomulagi við Akureyrarbæ, opnað lítinn golfvöll norðan við eiginn völl við Miðhúsabraut.
Tilgangurinn er að koma til móts við þá sem ekki eru í golfklúbbi en langar að prufa og æfa sig við ásættanlegar
aðstæður.Völlurinn er opinn öllum áhugasömum um golfíþróttina og ekki þarf að greiða aðgangseyrir fyrir notkunina.
Með þessu móti vill Golfklúbbur Akureyrar leggja sitt af mörkum í þessu árferði fyrir þá sem hafa áhuga á
íþróttinni en vilja byrja hægar áður en þeir telja sig tilbúna að fara á 18 holu völl. Allir áhugasamir um
golfíþróttina eru hvattir til að nota sér þessar nýju aðstæður sem nú eru í boði.