NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI BÚSETUDEILDAR

Jón Hrói Finnsson.
Jón Hrói Finnsson.

Jón Hrói Finnsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar. Jón Hrói lauk meistaranámi í stjórnsýslufræðum frá Aarhus Universitet í Danmörku og hefur á undanförnum árum aflað sér góðrar reynslu af rekstri og stjórnun á vettvangi sveitarfélaga.

Síðustu 15 mánuði hefur Jón Hrói starfað sem sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar sem meðal annars felur í sér stjórnun þerra verkefna sem eru á hendi búsetudeildar. Á árunum 2010-2014 var hann sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps og þar áður þróunarstjóri Fjallabyggðar. Jón Hrói hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum, setið í stjórnum Gásakaupstaðar, Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, siglingaklúbbsins Nökkva, SÍMEY, Minjasafnsins á Akureyri, Búseta í Reykjavík og verið varamaður í stjórn Eyþings.

Jón Hrói Finnsson mun hefja störf um miðjan september.

Nýjast