Nýr forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga

Jan Axel Klitgaard tekur við starfi forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Þingeyinga.
Jan Axel Klitgaard tekur við starfi forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Þingeyinga.

Jan Aksel Klitgaard hefur verið ráðinn forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. „Jan er þjóðfræðingur, en hann lauk nýverið MA námi í norrænni trú við Háskóla Íslands. Síðastliðin 20 ár hefur Jan verið búsettur í Þingeyjarsýslu, hér hefur hann m.a. starfað sem garðyrkjustjóri Norðurþings og framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík,“ segir í tilkynningu.

Jan tekur við starfinu í lok ágúst af Sif Jóhannesdóttur sem gegnt hefur stöðunni undanfarin ár.

Nýjast