Nýr formaður Félags háskólakennara á Akureyri

Á aðalfundi Félags háskólakennara í vikunni var Helgi Gestsson kjörinn formaður félagsins.  Hann tekur við að Kjartani Ólafssyni sem ekki gaf kost á sér.  Fundurinn samþykkti svohljóðandi ályktun:   „Aðalfundur FHA lýsir sig mótfallinn framkomnum hugmyndum um sameiningu ríkisháskóla og telur rétt að staðinn sé vörður um þá kosti sem fólgnir eru í sjálfstæðum háskóla á Akureyri".

Á fundinum voru einnig kjörnir tveir  stjórnarmenn í aðalstjórn en það voru Erlendur Stenar Friðriksson  og Kristín Guðmundsdóttir og tveir voru kosnir í varastjórn þeir Finnur Friðriksson og Kjartan Ólafsson.  Fyrir í stjórn frá síðasta aðalfundi eru Arnheiður Eyþórsdóttir og Páll Björnsson 

Nýjast