Nýr bar í Gilinu

Þeir Einar Geirsson og Kristján Þórir Kristjánsson eigendur veitingarstaðarins Rub 23 á Akureyri opnuðu í gærkvöldi nýjan bjór og whiskybar á neðri hæð Rub 23. Nýi staðurinn hefur fengið nafnið „Bögglageymslan Bar“,  en áður var sem kunnugt er Bögglageymsla KEA  staðsett í sama húsnæði.

Opið verður miðvikudags- og fimmtudagskvöld frá kl: 20 og föstudags- og laugardagskvöld frá kl: 18 og fram eftir.

Rub23 opnaði í júní 2008 að Kaupvangstræti 23 og í fyrra fluttu þeir sig yfir götuna í stærra húsnæði þar sem veitingarstaðurinn Friðrik V var. 

Opnuðu þeir þá sushi bar á neðri hæðinni sem opinn var í hádeginu, núna hefur verið breyting á því og núna verður hádegis opnun á Rub23 í aðalsal og bjóða þeir upp á stærri matseðill meðal annars, sushi pizzu, fiskrétti, kjötrétti, salöt,  margs konar sushi og auk þess nýjan rétt sem þeir kalla  „Team Rub23 4-4-2"! 

Heimild www.freisting.is

Nýjast