Nýnemum í kennaranámi fjölgar á Akureyri
Nýnemar í kennaradeild Háskólans á Akureyri hafa ekki verið fleiri frá því námið var lengt í fimm ár árið 2009. Í haust munu nærri sextíu manns hefja grunnnám í kennarafræðum og er það um fjórðungs fjölgun frá árinu í fyrra.
Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri segir að fjölgunina megi fyrst og fremst rekja til þess að í fyrsta sinn sé boðið upp á að velja íþróttakjörsvið sem jafnframt er hluti af almennu kennaranámi. 21 nýnemi hefur nám á íþróttakjörsviði í haust. Þar af eru þrettán konur og átta karlar.