Það verður nýliðaslagur í 16-liða úrslitum Valitor-bikar karla í knattspyrnu en úrvalsdeildarliðin Þór og
Víkingur R. drógust saman, þegar dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Þórsarar komu á undan upp úr pottinum
og því mætast liðin á Þórsvelli, sunnudaginn 19. júní. Stórleikur umferðarinnar er án efa leikur KR og
bikarmeistara FH. Íslandsmeistarar Breiðabliks eiga langt ferðalag fyrir höndum, en þeir sækja BÍ/Bolungarvík heim.
Drátturinn í 16-liða úrslitum fór þannig:
Þróttur-Fram
KR-FH
Fjölnir-Hamar
BÍ/Bolungarvík-Breiðablik
Haukar-Keflavík
Valur-ÍBV
Þór-Víkingur R.
Grindavík-HK
Leikið verður í 16-liða úrslitum sunnudaginn 19. júní og þriðjudaginn 21. júní.