Ný sýn á miðbæinn á Akureyri

Akureyrarbær og Graeme Massie Architects hafa á síðustu misserum unnið markvisst að því að móta verðlaunahugmyndir úr hugmyndasamkeppninni Akureyri í öndvegi. Nú liggur fyrir tillaga að nýju deiliskipulagi og er óskað eftir viðbrögðum íbúa og atvinnurekenda við þeim.  

Markmiðið er að miðbærinn verði öflugur vettvangur mannlífs, menningar og atvinnutækifæra. Akureyrarbær býður til kynningar og samráðs um fyrirliggjandi skipulagshugmyndir í Amtsbókasafninu frá laugardeginum 21. febrúar til miðvikudagsins 4. mars. Þar verða tillögurnar kynntar á veggspjöldum í máli og myndum. Amtsbókasafnið er opið virka daga frá kl. 10 til 19, laugardaga frá 12 til 17 en lokað á sunnudögum. Bæjarstjóri ásamt hönnuðum frá Graeme Massie Architects og skipulagsstjóra gera grein fyrir skipulagshugmyndunum á opnum fundi í Amtsbókasafninu frá kl. 14.00 til 15.30 á laugardag.

Nýjast