Markmiðið er að miðbærinn verði öflugur vettvangur mannlífs, menningar og atvinnutækifæra. Akureyrarbær býður til kynningar og samráðs um fyrirliggjandi skipulagshugmyndir í Amtsbókasafninu frá laugardeginum 21. febrúar til miðvikudagsins 4. mars. Þar verða tillögurnar kynntar á veggspjöldum í máli og myndum. Amtsbókasafnið er opið virka daga frá kl. 10 til 19, laugardaga frá 12 til 17 en lokað á sunnudögum. Bæjarstjóri ásamt hönnuðum frá Graeme Massie Architects og skipulagsstjóra gera grein fyrir skipulagshugmyndunum á opnum fundi í Amtsbókasafninu frá kl. 14.00 til 15.30 á laugardag.