Ný sveitarstjórn Norðurþings kom saman í fyrsta sinn

Ný sveitarstjórn Norðuþings fyrir sinn fyrsta fund
Ný sveitarstjórn Norðuþings fyrir sinn fyrsta fund

Í gær 19. Júní fór fram fyrsti sveitarstjórnarfundur nýrrar sveitarstjórnar í Norðurþingi. Á fundinum kynnti nýr meirihluti D, V, og S lista málefnasamning sinn þar sem áhersla er lögð á að við ákvarðanatöku verið fjölskyldan sett í fyrsta sæti.

Sveitarstjóri verður áfram Kristján Þór Magnússon, forseti bæjarstjórnar er Örlygur Hnefill Örlygsson D- lista  og til vara Silja Jóhannesdóttir S-lista. Formaður byggðaráðs er Óli Halldórsson V-lista og til vara Helena Eydís Ingólfsdóttir D-lista. Formaður framkvæmda- og skipulagsráðs er Silja Jóhannesdóttir S-lista og til var Örlygur Hnefill, D-lista. Formaður Fjölskyldurráðs er Helena Eydís og til vara er Óli Halldórsson.

Nánar verður fjallað um þessi mál í Skarpi sem kemur út á morgun

 

Nýjast