Ný skilti sett upp á 130 biðstöðvum SVA í sumar
Hann segir kerfið að mörgu leyti betra en það sem fyrir var, það sé einfaldara og aðgengilegra fyrir farþega. Skilti verða sett upp á öllum biðstöðvum, alls 130 talsins með upplýsingum um leiðarkerfið. „Þetta er töluvert mikið verk og við stefnum að því að það verði komið í notkun áður en skólar hefjast í ágúst,“ segir Stefán.
Upplýsingar um ferðir strætisvagna á Akureyri eru nú einnig aðgengilegar á heimasíðu Strætó og geta notendur nú slegið inn götu og húsnúmer inni á síðunni og fengið þar upplýsingar um hvenær vagnarnir ganga þangað. Raunar vantar enn, að sögn Stefáns, sérstakan flipa á síðuna merktan Strætisvögnum Akureyrar, „en kerfið er samt sem áður farið að virka og menn geta nýtt sér það,“ segir hann.
Rekstur SVA gengur vel og farþegar eru álíka margir nú og verið hefur undanfarin misseri. „Þessi þjónusta er almennt mikið notuð, en farþegafjöldinn fer svolítið eftir árstíma og tíðarfari,“ segir Stefán.
Nýr vagn var keyptur á liðnu vori, stærri en þeir sem fyrir eru og segir Stefán að stefnan sé sú að skipta litlu vögnunum út fyrir stærri.