Ný skáldsaga að norðan

Stefán Þór Sæmundsson.
Stefán Þór Sæmundsson.

Út er komin skáldsagan Þrítugur 1/3 eftir Stefán Þór Sæmundsson, íslenskukennara í Menntaskólanum á Akureyri, skáld og fyrrum blaðamann. Í bókinni er fylgst með vinum úr menntaskóla og hvernig þeim vegnar í lífinu, auk þess sem vísað er grimmt í tísku og tíðaranda.

Í tilkynningu frá höfundi segir að þetta verði að teljast óvenjuleg samsetning; ærslasaga, skáldævisaga, pistlar, háðsádeila, spennusaga, gamansaga, ljósmyndir og ljóð en allt á að renna í sama farveg. Sá farvegur er tilvera Íslendinga í þrjá áratugi, frá því um eða fyrir 1980 og fram undir 2010. Oftar en ekki er þessi tími skoðaður í spéspegli. Hér er um að ræða fyrsta bindi af þremur.

Höfundur sendi frá sér ljóðabókina Mar 2020 og Tindur gaf út ljóðabók hans Upprisu 2019. Þá var Stefán Þór að setja í dreifingu ljóðabókina Ljóðin okkar Sillu sem vefbók og hljóðbók og er niðurhal frítt á vefslóðinni https://sites.google.com/view/stefnr/heim


Nýjast