Ný íbúabyggð rís á Akureyri

Séð yfir svæðið þar sem ný byggð mun rísa fyrir ofan smábátahöfnina. Mynd/Þorgeir Baldursson.
Séð yfir svæðið þar sem ný byggð mun rísa fyrir ofan smábátahöfnina. Mynd/Þorgeir Baldursson.

Akureyrarbær kynnti í gær tillögu að deiliskipulagi fyrir Holtahverfi norður – nýtt uppbyggingarsvæði í kringum Krossanesbraut, fyrir ofan og norðan við smábátahöfnina í Sandgerðisbót. Allt að 280 íbúðir í blandaðri byggð fjölbýlishúsa, raðhúsa, parhúsa og einbýlishúsa muni rísa.

Á vef Akureyrarbæjar segir að markmiðið með nýju deiliskipulagi sé meðal annars að bjóða nýjar íbúðir á einu fallegasta svæði Akureyrar, bæta umferðarskipulag á svæðinu og huga að nýjum gönguleiðum og útivistarsvæðum.

Tillagana verður kynnt betur næstu daga og verður m.a. opið hús í Menningarhúsinu Hofi mánudaginn 14. september kl. 16-20. Eru íbúar hvattir til að kynna sér tillögurnar og koma með ábendingar og athugasemdir.

Skipulagstillagan verður í kynningarferli til 2. október. Þá verður unnið úr athugasemdum og ábendingum frá íbúum, umsagnaraðilum og öðrum hagsmunaaðilum áður en skipulagrsráð og bæjarstjórn taka tillöguna til umfjöllunar og afgreiðslu.


Athugasemdir

Nýjast