Ný forstöðumaður kennslusviðs HA

Steinunn Aðalbjarnardóttir hefur verið ráðin nýr forstöðumaður kennslusviðs við Háskólann á Akureyri. Tekur hún við starfinu af Sigrúnu Magnúsdóttur. Steinunn  hefur verið starfandi við Háskólann um árabil og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum og var meðal annars um tíma í starfi forstöðumanns kennslusviðs.  

Sigrún Magnúsdóttir hefur veitt kennslusviði forstöðu frá því 1 ágúst sl.  samhliða starfi sínu sem gæðastjóri HA. Með tilkomu nýskipaðs Gæðaráðs háskólanna hefur verið stöðugt vaxandi áhersla á eflingu gæðamála háskólanna. Nú er verið að leggja lokahönd á Handbók gæðamála sem verður kynnt í háskólunum í október nk.og verður farið að vinna eftir henni strax í haust. Er ljóst að umfang þeirrar vinnu sem snýr að gæðamálum HA mun vaxa mjög og mörg ný verkefni líta dagsins ljós sem Sigrún mun sinna.  Hefur því verið ákveðið að  Steinunn Aðalbjarnardóttir komi inn sem nýr forstöðumaður kennslusviðs. Mun hún taka strax við starfinu en Sigrún mun aðstoða hana í júnímánuði við að ljúka þeim stóru verkefnum sem eru í gangi á sviðinu við brautskráningu og innritun nýnema.

Nýjast