Ný brú yfir Skjálfandafljót- Framkvæmdum hraðað

Hin nýja brú yfir eystri kvísl Fljótsins. Brúin verður tvíbreið og  samkvæmt ítrustu kröfum. Tölvumy…
Hin nýja brú yfir eystri kvísl Fljótsins. Brúin verður tvíbreið og samkvæmt ítrustu kröfum. Tölvumynd/Vegagerðin

Morgunblaðið segir frá því í dag að undirbúningur sé hafinn við lagningu nýs vegar  og smíði nýrrar brúar yfir Skjalfandafljót en núverandi brú sem er tæpra 90 ára gömul ber ekki umferð þá sem um hana þyrfti að fara.   Í dag mega einungis fólksbílar fara yfir brúna. 

Samkvæmt frétt Mbl. er stefnan sú að hin nýju mannvirki verði tekin i notkun árið 2028

Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki fagnar þessum tíðindum í færslu á Facebook ,,Undirbúningur er hafinn að framkvæmdum og endurbótum á nýjum Norðausturveg um Skjálfandafljót í Köldukinn. Stefnt er að því að ný brú yfir Skjálfandafljót verði tekin í notkun árið 2028.

Hér er verið að hraða framkvæmdum og svara mikilli þörf á nýrri brú þar sem sú gamla, sem byggð var árið 1935, virkar ekki sem skyldi. Vöru- og fólksflutningabílum er ekki heimilt að nota núverandi brú, sem gengur ekki til lengdar. Það er gott að sjá að hér sé verið að hraða uppbyggingu mikilvægra samgönguinnviða á landsbyggðinni. Eitthvað sem við erum farin að sjá víðsvegar um landið."
Nýja vegarstæðið er hér sýnt með appelsínugulum lit.

Athugasemdir

Nýjast