Norræn samvinna skilar sér inn í Síðuskóla

Fjórði bekkur í Síðuskóla.
Fjórði bekkur í Síðuskóla.

Kennir þú krökkum á aldrinum 7-12 ára eða eldri nemendum norrænt tungumál? Við erum með ábendingu um á hvern hátt þú getur notað norræna tungu og menningu í kennslu. Heimasíðan www.atlantbib.org býður þér að nota námsefni á krefjandi hátt í kennslu segir í kynningarefni frá norrænum grunnskólakennurum. Litlar rafrænar bækur, á norrænum tungumálum, er að finna í bókasafni sem tengir okkur yfir Atlantshafið. Verkefnið fór af stað 2014 sem hugmynd en hefur þróast, vaxið og dafnað síðan. Nú eru um 200 bækur á safninu. Stefnan er tekin á 250 bækur áður en 2019 rennur sitt skeið.

Efni bókanna hefur lærdómsgildi fyrir þann sem les. Hver bók inniheldur fróðleik sem önnur börn eða kennari vill koma á framfæri til annarra nemenda og kennarar á Norðurlöndunum. Bók eins og Sláturgerð í skólum, Íslenski hesturinn, Danskar eyjur, Jutlandia, Viktoría krónprinsessa, Tjaldurinn- þjóðarfugl Færeyja, Norsk húsdýr, Nuuk, Vigdís Finnbogadóttir og Tölur á Samísku finnst í bókasafninu og þá eru bara fáar bækur nefndar. Síðan er bókaflokkurinn ,,Þekkir þú?...“ og svo bæjarnafn. Þar geta nemendur kynnst ólíkum bæjum á Norðurlöndunum. Bækur um listamenn, íþróttafólk, kónga, uppskriftir, sögu og fleira má finna í bókahillunni. Allar bækurnar eiga það sameiginlegt að þær enda með spurningu til nemenda, t.d. ,,Hefur þú lesið sögu eftir Zacharias Topelius?“

Fagmennsku er gætt og allar staðreyndir sem fram koma í bókunum eru réttar, kennarar og nemendur leita réttra upplýsinga til að koma þeim á framfæri. Myndir eru höfundavarðar og bókahöfundar gæta þess. Stundum er best að finna myndirnar fyrst og skrifa textann eftir á því oft erfitt að finna viðeigandi myndir. Gaman er að nota eigin myndir.  

Nemendur á Norðurlöndunum hafa lesið inn á bækurnar, hver á sínu tungumáli þannig að þegar þú lest bók getur þú hlustað. Í Síðuskóla vinnum við að innlestri bókanna og áður en verkefninu lýkur verður vonandi búið að lesa inn á allar bækurnar sem við höfum búið til og þær sem við höfum þýtt.

Nemendur og kennarar í Síðuskóla hoppuðu á vagninn í þessum samstarfi s.l. haust. Við höfum ekki setið auðum höndum í skólanum, annar dönskukennarinn hefur skrifað og þýtt margar bækur, nemendur í 7. bekk hafa lesið inn á þær auk þess að búa til bók um íslensk jól. Auk þess þýddu þau bókina um dönsk jól.

Fjórðu bekkingar Síðuskóla, undir styrkri stjórn Sigrúnar og Kristínar, slóu í gegn með bókunum um íslensk orðatiltæki. Nemendur fengu orðatiltæki í hendurnar og teiknuðu mynd um merkinguna. Krakkarnir bjuggu til þrjár bækur, íslensk orðatiltæki 1, 2 og 3, en hver bók er 20-26 síður og önnur hver blaðsíða er mynd. Orðatiltæki eins og ,,Að koma af jöllum“ ,,Að reka lestina“ ,,Að steypa af stóli“ má sjá í bókunum. Krakkarnir lögðu sig alla fram en í bókunum eru mörg listaverk. Það er líka gaman að sjá hvernig börnin túlka orðatiltækin listrænt. Bækurnar á rafræna bókasafninu verða notaðar áfram og unnið með orðatiltækin. Vinna má með bækurinar á öllum skólastigum og allar bækurnar í bókahillunni. Besta við bækurnar er að þær eru ókeypis og aðgengi gott.

Hvet kennara að kíkja í þetta magnaða bóksafn og ekki síður nota það.

Hér má sjá bækur 4. bekkinga.

Íslensk orðatiltæki 1¸ http://atlantbib.org/is/%C3%ADslensk-or%C3%B0atilt%C3%A6ki-1?page=1

Íslensk orðatiltæki 2, http://atlantbib.org/is/%C3%ADslensk-or%C3%B0atilt%C3%A6ki-2?page=1

Íslensk orðatiltæki 3, http://atlantbib.org/is/%C3%ADslensk-or%C3%B0atilt%C3%A6ki-3?page=1

-Helga Dögg Sverrisdóttir, dönskukennari í Síðuskóla.


Athugasemdir

Nýjast