Norðursigling fær ekki að nota slagorðið: „Car­bon Neutral“

Andvari, einn af rafbátum Norðursiglingar.
Andvari, einn af rafbátum Norðursiglingar.

Neyt­enda­stofa hef­ur bannað Norður­sigl­ingu ehf. að nota slag­orðið „Car­bon Neutral“ þannig að það væri vill­andi gagn­vart neyt­end­um eða ósann­gjarnt gagn­vart keppi­naut­um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu og mbl.is fjallar um.

Á vef Morgunblaðsins segir að Neyt­enda­stofu hafi borist er­indi frá keppinauti Norðursiglingar, Gentle Gi­ants hvala­ferða ehf. Í erindinu er kvartað yfir markaðssetn­ingu Norður­sigl­ing­ar ehf. Vill Gentle Gi­ants meina að notk­un Norður­sigl­ing­ar á slag­orðinu „Car­bon Neutral“ væri vill­andi markaðssetn­ing. 

Neytendastofa hefur nú tekið undir umkvartanir Gentle Giants. „Neyt­enda­stofa taldi að full­yrðing­ar sem vísi til já­kvæðra eða hlut­lausra um­hverf­isáhrifa vara eða þjón­ustu verði að vera sett­ar fram á skýr­an, ná­kvæm­an og ótví­ræðan hátt og studd­ar full­nægj­andi gögn­um,“ seg­ir á vef Neyt­enda­stofu.

Að mati Neyt­enda­stofu var notk­un Norður­sigl­ing­ar á slag­orðinu víðtæk og áber­andi þrátt fyr­ir að aðeins hluti starf­sem­inn­ar gæti tal­ist án út­blást­urs kol­díoxíðs. Taldi Neyt­enda­stofa því að um væri að ræða vill­andi og órétt­mæta viðskipta­hætti. 

Nýjast