Norðursigling býður enska landsliðinu í hvalaskoðun
Hvalaskoðunarfyrirtækið Noðursigling á Húsavík hefur boðið enska landsliðinu í knattspyrnu í ókeypis hvalaskoðunarferð í sárabætur fyrir að tapa gegn Íslendingum á mánudag. Þetta kemur fram í grein á vef The Guardian
Guðbjartur Jónsson framkvæmdastjóri Norðursiglingar sagði að þetta væri sjálfsögð kurteisi og hluti af gestrisni Íslendinga að bjóða þeim þessa sárabót.
„Vesalings ensku leikmennirnir munu hvort sem er ekki geta snúið tafarlaust aftur til Englands eftir leikinn á mánudag því 60 milljónir enskra fótboltaáhugamanna munu verða brjálaðir þegar liðið þeirra tapar fyrir litlu eyríki með rétt rúmum 300 þúsund íbúum,“ segir Guðbjartur.
Greinina má lesa í heild sinni hér.