Norðursigling bætir við starfsaðstöðuna

Viðskiptin handsöluð. Mynd/aðsend
Viðskiptin handsöluð. Mynd/aðsend

Í dag var formlega gengið frá kaupum Norðursiglingar hf. og Gamla bauks ehf. á Vör Húsavík ehf. og Fjörunni slf.

Kaupsamningur var undirritaður á Fjörunni af fyrrverandi eigendum þeim Ásgeiri Kristjánssyni og Önnu Ragnarsdóttur og Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Norðursiglingar, og Stefáni Jóni Sigurgeirssyni, fjármálastjóra, fyrir hönd nýrra eigenda.

Norðursigling stefnir að því að byggja upp starfsaðstöðu fyrir þjónustueiningar sínar í húsnæðinu að Naustagarði 2 og verða þar meðal annars skrifstofur fyrirtækisins og stórbætt aðstaða fyrir Húsavíkurslipp ehf. Við þær breytingar myndast einnig aukið rými fyrir aðra starfsemi í núverandi húsnæði fyrirtækisins.

Nýjast