Norðurland í fjórða sæti í bikarkeppni FRÍ

Norðurland hafnaði í fjórða sæti í heildarstigakeppni bikarkeppni FRÍ sem haldin var á Kópavogsvelli sl. helgi. Norðurland, sem er sameiginlegt lið HSÞ, UMSE, UMSS og UFA, hlaut alls 117,5 stig en það var ÍR sem sigraði með 170 stig.

Bestum árangri í liði Norðurlands náðu þau Hafdís Sigurðardóttir úr HSÞ og Bjarki Gíslason frá UFA. Hafdís vann allar sínar greinar, 100, 200 og 400 m hlaup og langstökk.

Bjarki sigraði í stangarstökki en hann stökk 4,90 m og jafnaði þar með sinn besta árangur. Alls kepptu sex félög á mótinu og var fjöldi keppenda 175.

Nýjast